Profito ehf er stofnað á grunni bókhaldsþjónustu sem hófst fyrir 15 árum við stofuborðið. Við leggjum mikla áherslu á að veita persónulega þjónustu.
- Við ráðleggjum rekstrarform og aðstoðum þig við útfyllingu á pappírum.
- Við útskýrum fyrir þér hvað skiptir máli þegar pappírar eru fylltir út og hvað þeir þýða.
- Þú bókar en við erum á staðnum svo þú getir spurt okkur spjörunum úr.
- Þú kemur á örnámskeið. Við höfum aldrei fleiri en átta á námskeiði svo allir fái athygli og að það sem við tökum fyrir komist til skila.
- Við erum tilbúin til að aðstoða ykkur með allt sem snýr að bókhaldi og rekstri fyrirtækis ykkar.
- En við ætlumst líka til þess að þú fylgist með og vitir hvað er að gerast.
Mjög hefur færst í aukana að smærri rekstraraðilar og einyrkjar gerist áskrifendur að bókhaldskerfi á netinu og færi bókhaldið sjálfir. Hvort sem þú ert í vistun með bókhaldið eða með bókhald á netinu og vantar herslumuninn til þess að ná að klára. Þá er Profito einmitt fyrir þig.
Sérstaðan okkar felst í því að aðstoða þig að færa þitt bókhald og að þú fáir innsýn í þinn eigin rekstur. Við mætum þér þar sem þú stendur. Við aðstoðum þig við að lesa úr ársreikningum og skilja hugtökin kennitölur. Þú bókar tíma og við hjálpum þér að klára málið.